Kennsla sem leiðir til náms
Faglegt efni fyrir innlit í kennslustundir STiP byggir á rannsóknum 160 fræðimanna frá 15 löndum og 4.000 innlitum í kennslustundir. Notað í fjölda skóla í Svíþjóð og Finnlandi og nú lagað að íslensku skólastarfi
Kennsla sem leiðir til náms - STiP - er faglegt efni sem styður kennara í að efla gæði kennslunnar og hjálpar skólastjórnendum að veita kennurum markvissa og faglega endurgjöf. Efnið samanstendur annars vegar af bók sem hefur verið þýdd og löguð að íslensku skólastarfi og hins vegar af kerfi sem auðveldar skólastjórnendum að fara inn í kennslustundir og gefa kennurum faglega endurgjöf og heldur utan um niðurstöður sem birta um leið styrkleika skólans og tækifæri til umbóta.
Kennsla sem leiðir til náms - STiP - lýsir sýnilegum kennsluaðgerðum í tíu lykilvíddum faglegrar kennslu. Þessar víddir endurspeglast bæði í norrænum og alþjóðlegum rannsóknum á kennslu sem stuðlar að árangursríku námi – rannsóknir sem sýna samræmi yfir lönd og tímabil.
Í bókinni er þessi rannsóknargrunnur dreginn saman og studdur með fjölmörgum dæmum. Sýnilegar kennsluaðgerðir eru flokkaðar í fjögur þróunarþrep fyrir hverja vídd.
Um er að ræða þriðju útgáfu bókarinnar sem á sænsku heitir „Undervisningsskicklighet i praktiken - USiP"


Stutt af rannsókn sem birt er af
Háskólanum í Linköping
- Leyfi til að nýta STiP aðferðafræðina sem þróuð er af sænskum sérfræðingum
- Bók um faglega kennslu sem byggir á rannsóknum og tryggir sameiginlega sýn (fyrir skólastjórnendur og kennara)
- Matsramma í BRAVOLesson fyrir innlit í kennslustundir
- Þjálfun fyrir skólastjórnendur í notkun STiP sem verkfæri fyrir innlit í kennslustundir
Tíu víddir STiP - Kennsla sem leiðir til náms
- Markmið sem grunnur að námi
- Námsumhverfi
- Virk þátttaka nemenda í námi
- Sýnileiki náms
- Notkun endurgjafar til náms
6. Skipulag og framkvæmd kennslustunda
7. Leiðtogahlutverk kennarans í kennslustofunni
8. Stuðningur við nemendur með ólíkar þarfir
9. Notkun á rútínum
10. Samvinnunám

Leiðsagnarnám
Helsti styrkur nýja rammans er sá að fyrir hverja vídd kennsluhæfni eru fjögur skýr þróunarstig með áþreifanlegum og sýnilegum kennaraverkefnum (sjá hér að ofan)
Þetta veitir kennurum verkfæri til að umbreyta fræðilegum grunni í hagnýtar aðgerðir sem leiða til náms.
Tíu víddir STiP - Styrkleiki og tækifæri til umbóta birtist í BRAVOLesson - Kennsla sem leiðir til náms

STiP fyrir þinn skóla
Kennsla sem leiðir til náms (STiP) er hagnýtt verkfæri sem nýtist bæði kennurum og skólastjórnendum frá fyrsta degi.
STiP - Verðlisti (verð með vsk.)
Leyfi til að nýta STiP aðferðafræði
fyrir skólann frá kr. 188.000 (fer eftir stærð skóla) eingreiðsla auk þess er greitt árgjald.
Fræðilegur grunnur og lýsing á hverri vídd. Fimm bækur
í pakka
kr. 22.100 (verð með vsk) fyrir kennara og skólastjórnendur.
Vinnustofa - Valfrjálst - en við mælum með
Þjálfun skólastjórnenda í notkun STiP til að auka árangur í kennslu í sínum skólum.
Heill dagur kr. 358.000 auk eftirfylgni (2 tímar).
Hálfur dagur kr. 189.000.
Ath! Skólar geta tekið sig saman og pantað vinnustofu.
Hafðu samband og láttu þínum kennurum í té verkfæri - skýr viðmið með leiðsögn sem byggja á rannsóknum um árangursríka kennslu óháð fögum.
HAFA SAMBAND
Hálfur dagur kr. 189.000.

Reynsla sem byggir á 4.000 innlitum í kennslustundir frá árinu 2017
Rammann fyrir kennsluinnlit hafa
Skolkompaniet og
Fibbla Kompetens þróað í samstarfi við
BRAVOLesson
í Svíþjóð.
Hann er mótaður og sannreyndur í tengslum við yfir 4.000 kerfisbundin innlit í kennslustundir og í framhaldinu fagleg samtöl við hvern kennara.
Þetta er einstakt þróunarstarf sem hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 2017.