BravoEarth teymið
Með brennandi áhuga á umhverfis- og menntamálum bjóðum við BravoEarth fyrir fyrirtæki og stofnanir og BRAVOLesson fyrir skóla

Vilborg Einarsdóttir
Stofnandi og framkvæmdastjóri
Vilborg með MSc gráðu í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og Verslunarháskólanum í Árósum og B.ed. frá Kennaraháskóla Íslands. Er sérfræðingur í breytingastjórnun og hefur bætt við sig námskeiðum í HÍ í umhverfis- og gæðastjórnun (í diplómanámi). Hún er meðstofnandi og fyrrverandi forstjóri Mentors.
Vilborg hefur mikla reynslu bæði úr menntageiranum og atvinnulífinu auk þess að hafa haldið fjölda fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis í gegnum árin. Hún hefur setið í stjórn Íslandsstofu, Tækniþróunarsjóðs, Samtaka iðnaðarins og í Samráðsvettvangi um aukna hagsæld. Vilborg hefur hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar. Hún var t.d. valin "Top 18 - The Brightest Business Minds in Northern Europe" (Nordic Business Forum) árið 2016, sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 2012 og kjörin FKA kona ársins 2010.
Vilborg hefur mikla reynslu bæði úr menntageiranum og atvinnulífinu auk þess að hafa haldið fjölda fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis í gegnum árin. Hún hefur setið í stjórn Íslandsstofu, Tækniþróunarsjóðs, Samtaka iðnaðarins og í Samráðsvettvangi um aukna hagsæld. Vilborg hefur hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar. Hún var t.d. valin "Top 18 - The Brightest Business Minds in Northern Europe" (Nordic Business Forum) árið 2016, sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 2012 og kjörin FKA kona ársins 2010.

Dr. Kjartan Sigurðsson
Sérfræðingur og ráðgjafi
Kjartan er með doktorsgráðu á sviði samfélagslegrar ábyrgðar frá Háskólanum í Reykjavík. Kjartan starfar við kennslu og rannsóknir við University of Twente í Hollandi og sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík.
Kjartan hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi og fræðimaður og hefur sérhæft sig á sviði samfélagslegrar ábyrgðar, frumkvöðlafræða og nýsköpunar. Hann hefur komið að stofnun fyrirtækja bæði á Íslandi og í Póllandi. Hann er tíður gestafyrirlesari í háskólum víða um heim um samfélagslega ábyrgð og hefur verið virkur í umræðu, rannsóknum og skrifum um málefni sem snú að hans áhersluviði.
Kjartan hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi og fræðimaður og hefur sérhæft sig á sviði samfélagslegrar ábyrgðar, frumkvöðlafræða og nýsköpunar. Hann hefur komið að stofnun fyrirtækja bæði á Íslandi og í Póllandi. Hann er tíður gestafyrirlesari í háskólum víða um heim um samfélagslega ábyrgð og hefur verið virkur í umræðu, rannsóknum og skrifum um málefni sem snú að hans áhersluviði.

Mats Rosenkvist
Meðhöfundur og BravoEarth Svíþjóð
Mats er stofnandi og framkvæmdastjóri Successful schools
og BRAVOLesson
í Svíþjóð og meðstofnandi Vilborgar í InfoMentor. Mats er sérfræðingur í breytingastjórnun og innleiðingu ferla. Hann er höfundur bókarinnar Modellen sem er aðferðafræði til að umbylta skólastarfi með aukinni gæðastjórnun og bættri kennslu. Modellen byggir á alþjóðlegum rannsóknum á árangursríkum skólum. BravoEarth hugmyndafræðin byggir að hluta á hugmyndafræði menntunar þar sem innleiðing umhverfisstefnu snýst um að breyta hegðun og tileinka sér nýja hæfni.

Derventio Education
Hugbúnaðarþróun
BravoEarth og BRAVOLesson kerfin eru þróuð í Bretlandi af fyrirtækinu Derventio Education.
BravoEarth ehf. skilgreindi og hannaði Umhverfisstjórnunarkerfið BravoEarth og á einkarétt á sölu á því um allan heim.
BravoEarth ehf. á dreifingarrétt á BRAVOLesson á Íslandi í samvinnu við BRAVOLesson í Svíþjóð.
BravoEarth ehf. skilgreindi og hannaði Umhverfisstjórnunarkerfið BravoEarth og á einkarétt á sölu á því um allan heim.
BravoEarth ehf. á dreifingarrétt á BRAVOLesson á Íslandi í samvinnu við BRAVOLesson í Svíþjóð.